Frisbígolf o.fl.

Jibbíkóla. Kominn aftur til Kaliforníu eins og æði margir hafa bent mér á. Er orðinn elgtanaður eftir hjólreiðar, hlaup og síðast en ekki síst frisbígolf. Er hér um frábæra íþrótt og tómstundaiðju að ræða. Hvet fólk til þess að prófa:

http://folfis.blogspot.com/ á Íslandi,

diskarnir: http://www.innovadiscs.com/og

http://www.pdga.com/ fyrir ýmislegt tengdu íþróttinni.

Annars kaupi ég diskana mína í gegnum http://www.discgolfcenter.com/ .

 Svo dró tið tíðinda í janúar á 9 holu IV vellinum, sem geymir reyndar mjög stuttar brautir, þegar ég fór holu í höggi, eða réttara heldur holu í kasti. Týndi reydnar þeim diski þremur dögum seinna í síki á 18 holu Evergreen vellinum. Það er á holu 10 sem diskar týnast gjarnan. Týndi einmitt einum hvítum fyrir tveimur vikum. Ég merki diskana í bak og fyrir, set íslenska fánann og netfang framan og aftan á diskana ásamt nafni á um 10 stöðum. Fékk svo skeyti úr síma einhvers dúdda sem hafði fundið hann og látið mig vita. En þegar ég komst loks í að hringja í hann var hann ákaflega miður sín og sagðist ekki vera með diskinn minn lengur. Þegar hann var að labba til baka á einni brautinni sá hann gaura vera að leita að diski á sama stað og hann hafði fundið diskinn minn. Spurði hann þá hvort þá vantaði hvíta gasellu með fána á. Jú, það kom heim og saman, þeir sögðust einmitt eiga þann disk, tóku diskinn og þökkuðu fyrir! Með íslenska fánann bak og fyrir! Þetta eru durtar og dusilmenni sem tóku diskinn minn og óska ég þeim krabbameini í eistum. Gaurinn sem fann diskinn minn var auðvitað miður sín og sagðist myndu ganga betur úr skugga hvort réttur eigandi væri, næst þegar hann finnur disk. En ég þakkaði honum hins vegar vel fyrir og sagði að svona framkomu gauranna vildi maður ekki gera ráð fyrir, heldur væntir meiri heiðarleika af fólki.

Alla vega, einhverjir eru að nota disk með nafni mínu á 10 stöðum, netfangi og íslenska fánanum bak og fyrir. Magnað að hafa góða samvisku í slíkt. Nú vita 15 félagar mínir af þessu og þeir þekkja diskana mína mjög vel. Þeim þykir gaman að gera grín að mér fyrir að merkja þá svo vel, en allt kom fyrir ekki.

 Þennan póst hef ég ætlað að skrifa í um einn og hálfan mánuð. Skemmtilegt hvað það tekur langan tíma að koma sér að verki. Lofa engu um áframhaldandi ritræpu. Yfir og út...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband