Helvítis kúkalabbar

... það mætti halda að engin ákvörðun línuvarðar með typpi hafi nokkurn tímann verið vafasöm. Fótbolti er nú ekki flókin íþrótt og reglurnar frekar einfaldar; enda liggja vinsældar hennar einmitt þar. En þegar hiti færist í leikinn og hann æsist, þá kemur hinn innri maður betur fram, eins og með öli. Þetta svipar aðeins um of til eftirfarandi xkcd skrítlu...

http://xkcd.com/385/

... en mikið andskoti er erfitt að kenna gömlum hundur að sitja!

Ég held að ég hafi ekki horft á einn einasta fótboltaleik þar sem ákvörðun dómarans var ekki í meira lagi vafasöm. En það er nú hluti af leiknum og gerir hann áhugaverðan.

Hvort einhver er með typpi eður ei, hefur mér ekki fundist hafa nein áhrif á leikskilning, eða lífskoðanir sé út í það farið. Nærtækasta dæmið er unnustan og vinur fjölskyldu hennar:

Mér og unnustunni hefur tekist að karpa og þræta um fótbolta á sama hátt og mér hefur tekist við alla karlkyns vini mína. Hins vegar heimsótti vinafólk hennar okkur í Manchester um árið. Þar var einn amerískur "dúddi" sem gat ómögulega skilið hvernig ég gæti haft gaman af fótbolta þegar sumar dómgæslur væru vafasamar. Að auki þótti honum skrýtið hvernig ég gæti lifað mig inn í leikinn en samt sem áður tekið leikinn hæfilega alvarlega.

Það er einfaldlega vegna þess að fótbolti er "$"#%"%" leikur! Ekkert annað, og að auki eru þetta 22 einstaklingar sem ég þekki ekki rassgat að sparka í uppblásna blöðru.

En djöfull er gaman að horfa á góðan fótbolta... svo framarlega sem maður tapi ekki gleðinni.

Lifið heil,
B


mbl.is Konur kunna ekki rangstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband