Eldheitar kosningar...

Alveg magnað að Obama karlinn hafi náð kjöri. Og það með yfirburðum. Fór í afmælis-/kosningateiti hjá einni stelpu í deildinni og var skálað í kampavíni þegar ljóst var hvert stefndi. Mjög skemmtilegt kvöld. Einnig var getraun þar sem fólk átti að lita fylking rauð eða blá eftir því hvorum frambjóðandanum þau féllu í hlut. Er skemmst að segja frá að ég var (ásamt tveimur öðrum Könum) efstur á lista þar sem aðeins skeikaði einu fylki. Þar sem ég er ekki frá Ameríkulandi þá finnst mér ég hafa unnið.

 Annars voru magnaðir skógareldar hér í síðustu viku. Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu heitt okkur varð! Nei, bara grín. Þetta er ekki húsið okkar en aftur á móti er þetta hús bara rétt hjá miðbæ Santa Barbara. Frekar spúkí að yfir hundrað heimili í Montecito (þar sem Oprah og John Cleese eiga heima) hafi brunnið til kaldra kola. Hann Rob Lowe missti víst húsið sitt, greyið.

 

CoolbrookBrennur

Á fimmtudaginn fengum við á Coolbrook lane okkar fyrsta flóttafólk. Helmingur stelpnaskarans úr Hausdorff (gælunafn hússins þeirra) gistu hjá okkur þar sem mikill reykur og aska gerði það að verkum að óþægilegt var að anda inni hjá þeim. Þær Ellie (í stærðfræðideildinni og er kærasta Jons sem leigir með okkur) og Sonja (önnur stelpa í stærðfræðinni, eða réttara sagt kona þar sem hún er yfir þrítugt hehe), gistu hjá okkur á fimmtudaginn. Við fengum reyndar eitt stykki kött í þokkabót en honum skelltum við inn til Jons svo að hann skítaði bara út teppið hjá honum. Nei, ég segi nú bara svona. Kötturinn er fínn, hann skiptir hins vegar um öll líkamshár á um það bil viku fresti.

 

Er byrjaður að spila tennis við liðið í deildinni og gengur frekar illa. Held að ég hafi verið betri í Svíþjóð þegar ég var 7 ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband