Ekki nógu kalt!

Jebbs, ég segi það og skrifa; mér finnst að mætti að vera kaldara og meiri snjór. Þá gæti ég farið oftar
á skíði og á skauta. Get reyndar látið mér lynda -2 eða -3 °C í augnablikinu því Tjörnin er frosin og
ætla ég á skauta á morgun um þrjúleytið. Um að gera að skella sér og nýta "góða veðrið". Svo ætlum
við Steini á Hafravatn eða Kleifarvatn um helgina og renna okkur á skautum. En ég vona að nægilega
kalt hafi verið í veðri til þess að svona stór vötn hafi náð að frjósa almennilega, því eins og amma
varaði mig við, þá er ekki gott að detta í gegnum vök.

Ciao...

...was blind, but now I see...

Jibbí, fór í bíó í gær með Tomma og sá "Little Children". Ágætismynd sem fólk ætti að smella sér á. Man
ekki hvort ég var búinn að mæla með "Little Miss Sunshine" en ef svo er hika ég ekki við að gera það
aftur! Er að íhuga að fara líka á "Babel", mynd sem margir hafa lofað.

En kveikjan að þessu bloggi var ekki bíómyndir heldur sú staðreynd að við Tommi sátum á þriðja
aftasta bekk og líkaði mér prýðilega. Það skal þó taka fram að setið var í sal 3 í Regnboganum sem er
frekar lítill en engu að síður hefði ég fyrir um tveimur vikum ekki valið slíkt sæti. HAHA, ég er nefnilega
kominn með þessi fínu gleraugu sem ég keypti á heila 2.390 krónur í Lyfju. Ákvað að bíða með að fá
mér dýr gleraugu þar sem ég er ekki með sjónskekkju og einungis -1.0, þ.e. ég er nærsýnn, sem er
minna mál en að vera fjarsýnn. Cool

Góðar stundir.

Tókum Túnis á seiglunni - gleraugnaglámur?

Gleði, gleði. Loksins kom að því að íslenska landsliðið sýndi það sem í því býr. Fannst árangurinn
stundum lítill miðað við þá leikmenn sem leika með því; Guðjón Valur besti leikmaður þýsku
deildarinnar og Óli Stef. ein besta vinstri handar skytta heims o.fl. Jæja, nú getum við unað sátt við
árangurinn, hver sem hann verður því við höfum fyrst og fremst sýnt það að við stöndum jafnfætis
flestum öðrum þegar kemur að handbolta (kannski nær Eiður að lyfta knattspyrnulandsliðinu á hærra
plan Wink )

Annars er það helst að frétta að ég tók núna rétt áðan plastið af lyklaborði fartölvunnar minnar sem
ég er búinn að eiga í næstum hálft ár núna. Er þó enn með plastið aftan á skjánum, sé ekki að það saki að spara slitið á henni Grin

Svo fer ég til augnlæknis á föstudag til að láta mæla í mér sjónina. Það gæti verið að ég láti verða af
því, loksins, að fá mér gleraugu. Til dæmis sótti ég Gunnhildi út á flugvöll í morgun og flestir kannast
við skiltið sem vísar á komur og brottfarir; en málið er að ég sé ekki á skiltið fyrr en um seinan og því
verð ég einfaldlega að vita að beygja skal til vinstri. Að auki þreytast augun mikið í bíói eða í
kennslustundum.
    Reyndar fór ég til augnlæknis í gær, þriðjudag, en þurfti að bíða dálitla stund og taldi mig ekki hafa
tíma fyrir skoðunina þegar loksins koma að mér. Því rauk ég af stað niður í MR en þegar þangað var
komið ráku nemendur upp stór augu og sögðu að langt væri í stærðfræðitímann; klukkan var
nefnilega korter yfir tólf en ekki korter yfir eitt, eins og ég hélt Blush


Gönguskíði

Var duglegur í síðustu viku að fara á gönguskíði. Ætlaði að fara í göngutúr um Fossvoginn þegar ég
mætti gömlum karli á gönguskíðum og þá mundi ég eftir því að skíðin mín hafa verið inni í geymslu í
yfir 10 ár og aðeins verið notuð einu sinni. Fór fjórum sinnum á skíði í Fossvoginum sem reyndist hin
ágætasta skemmtan og í þokkabót prýðileg hreyfing fyrir líkamann.

Hins vegar fór ég í dag upp í Bláfjöll með Steina, og var dásamlegt veður; dúnalogn, heiðskírt og gott
færi. Búið er að þjappa snjóinn og gera brautir og hægt að fara um allt svæðið. Vorum í það heila góða
tvo klukkutíma að ganga og sáum yfir til Þorlákshafnar. Mikið af fólki og allir bara glaðir.

Frábær íþrótt sem ég ætla að kynna mér betur. Fékk nefnilega aukinn áhuga á hvers kyns skíðum eftir
meiriháttar ferð til Whistler í Kanada síðasta vor með Gunnhildi og Tuma og co.

Geri þetta pottþétt aftur og á mikið inni.

Fljúgandi flugur

Rakst um daginn á stórgóða síðu með flugum hnýttum af ýmsu fólki, m.a. nokkrum Íslendingum:

http://www.danica.com/flytier/

Svakaflott safn. Njótið
Gæti tekið upp á því að hnýta nokkrar flugur sem þarna er að finna og hlusta um leið á nokkrar flugur
(góður þessi, var það ekki, Svenni og Beggi?)

Gleðilegt ár :D

Gleðilegt ár,lesendur góðir. Geri ráð fyrir að allir hafi haft það gott um hátíðirnar eins og ég
sjálfur. Þakka liðið og óska ykkur farsældar á komandi ári Grin

Kennsla hafin sem og nýtt hjólaár. Ætla að vera duglegur að komast í fyrra hjólreiðaform. Þó er þetta
ekki nýársheit, eins og sumum finnst nauðsynlegt að strengja til að koma einhverju í verk. Hef aldrei
skilið svona flipp; annað hvort tekur maður ákvörðun um að gera eitthvað eða ekki. Og þeir sem eiga
í erfiðleikum með að gera eitthvað líður hvort sem er þá bara verr þegar það mistekst. Einnig finnst
mér að fólk eigi ávallt að reyna að bæta sjálft sig; ekki bara hugsa um að gera það á áramótunum...

Nóg um það, góðar stundir...


Þar kom að því...

Hef ekki smellt neinu hingað inn þar sem mikill hasar er búinn að vera við að fara yfir próf og skila
verkefnum í kennslufræðinni. Allt hafðist þetta einhvern veginn og er einkunnaafhending í MR í dag.
Jibbí Tounge

Fór svo með hjólið í viðgerð í morgun. Var að hjóla heim um daginn þegar hjólið tekur upp á því að
skipta um gíra með sekúndu millibili. Þegar heim var komið tók ég eftir því að tannhjólin á afturdekkinu
voru laus og þegar ég sneri þeim þá hringlaði í þeim. Það besta var samt eftir: þegar ég tók
afturdekkið af þá hrundu tannhjólin af og legurnar [pínulitlar kúlur] fóru út um allt. Ætlaði sjálfur að
reyna að gera við þetta en það er víst varla í mannlegu valdi. Fór því með hjólið til skapara þess og
kom þá í ljós að skrúfa sem á að halda tannhjólunum í skorðum fyrirfannst ekki. Bömmer.

Ojæja. Er búinn að sannfæra mig um að ég hafi engu klúðrað þegar ég skipti um dekk og ætla því ekki
að borga krónu fyrir nýtt tannhjólasett. Sjáum hvernig það fer.

Algjör nagli!

Árans óþjóðalýður og pakk sem tekur upp á því að brjóta glerflöskur og annað brothætt á
gangstéttum borgarinnar. Komst nefnilega að því að sökudólgurinn að sprungna dekkinu var glerbrot
úr grænni flösku.  Vona að Bragi Sveins lesi þetta og taki til sín því í sumar, þegar við og Beggi vorum
á skralli niðri í miðbæ Reykjavíkur tók Bragi upp á því að fleygja umræddri glerflösku [nei smáspaug,
örugglega ekki brot úr þeirri flösku] og glasi í götuna með þeim afleiðingum að hvort tveggja fór í þúsund
mola. Gerði hann þetta eftir að við hittum Tuma og Mary Frances kærustu hans en sú varð frekar
smeyk við þenna ofbeldismann. Ætla reyndar að geyma brotið og ef til vill sýna Braga snaga þegar við
hittumst næst. Að sjálfsögðu mun ég sýna glerbrotið þeim sem vilja sjá og kannski líka þeim sem ekki vilja Wink

Alla vega eru nú nagladekk komin undir hjólið, takk fyrir! Þetta er barasta ekkert mál ef í lagi þykir að
óhreinka sig á höndunum.  Reyndar kostuðu bæði dekkin samtals 13 þúsund kall sem ég umreikna
gróflega yfir í 4 viskíflöskur. Tók ekki nema svona þrjú korter með öllu. Reyndar var mesta púlið að
pumpa í dekkin aftur því gríðarlegan þrýsting þarf í dekk á hjóli. Tvöfaldan þrýsting dekkja á bíl.
Geðveikt! Pumpan varð sjóðheit. Við erum að tala um 40 til 65 pund [á fertommu] en þar sem þetta
eru nagladekk setti ég 40 pund í hvort dekk.

Get nú loksins farið að hjóla aftur Grin

Hún á afmæli í dag ...

Gunnhildur á afmæli í dag (10. des) :D  Orðin einu árinu eldri. Er hún að vinna á mig í árafjölda en
hversu mikið sem hún reynir þá nær hún mér ekki, hahahaha...

Til hamingju ástin mín. (L)


Fer svo í afmæli í dag til MIB sem varð tveggja ára í gær. Hlakka mikið til að hitta heimilisfólk þar sem of
langt er síðan ég kom síðast í heimsókn.

Féll kylliflatur

Langt er síðan ég féll fyrir Gunnhildi, það eru næstum tveggja ára gömul tíðindi.

Hins vegar féll ég kylliflatur í bókstaflegri merkingu í dag [fimmtudag 7.]. Og alveg kylli-, kylliflatur. Var
á heimleið frá MR í dag og var með tölvuna á bakinu og  fullar hendur; taska, bækur í poka, mappa og
slatti af gömlum prófum. Var að nálgast bílaplan nemenda (mjög gróf möl) þegar mér fannst eins og
band væri strengt fyrir hægri fótinn. Reyndi að lyfta honum hærra
upp en hann var pikkfastur og þar
sem ég var á nokkuð hröðum gangi þá datt ég beint fram fyrir mig; tókst að setja annan 
arminn fyrir mig en hruflaðist aðeins á báðum höndum og bólgnaði upp á þeirri vinstri. Og ég lá svo
hressilega kylliflatur að ég skrámaðist á neðanverðum lærunum, rétt fyrir ofan hné.

Og hvað olli? Jú, hafði stigið á svona plastræmu sem oft er sett utan um pappakassa; stíft plast sem
er um sentimetri á breidd og 1-2 millimetrar að þykkt. Og þegar ég steig á helvítið með vinstri fæti þá
lyftist það upp og myndaði eins konar lykkju sem ég síðan smellti hægri fæti í.

Jæja, ég lifi þetta nú af. Hehe, vona að enginn haldi að ég sé stórslasaður, bara skrámaður
og bólginn.

Grin  Að lokum vil ég óska Erling og Sigrúnu til hamingju með nýjustu fjölskylduviðbótina. Eignuðust
í nótt 16 marka, 52 cm langa stelpu. Vona að allt hafi gengið vel.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband