5.12.2006 | 18:18
Sprungið dekk og jóladagatal
fara á hjólinu í MR, heilsunnar vegna. Svo ótrúlega skemmtilega vildi til að sprakk á afturdekkinu.
Mmm, hvað er ánægjulegra en að skipta um afturdekk? Hressandi :D Ætla reyndar að bíða eftir því að
nagladekkin komi í búðir, voru nefnilega ekki til í síðustu viku.
Jæja, það hlaut að koma að því að það spryngi svo ég ætla alls ekki að spæla mig á því. Sérstaklega
ekki af því að ég fékk núna rétt áðan finnskt súkkulaðidagatal frá Gunnhildi . Tel niður dagana
þar til hún kemur heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 22:42
Alltaf hressandi að hjóla
Fannst það góð hreyfing og hressandi. Ákvað því þegar ég kom heim að fara allra
minna ferða á þann mátann, þar sem "Litli hvítur" hafði gefið upp öndina um áramótin. Fjárfesti því
í nýju fjallahjóli [án drullubretta, keypti þau sér. Hvernig dettur þeim það í hug!]
En öllum að óvörum snjóaði hressilega um miðjan nóvember! Hverjum hefði dottið það
í hug að á Íslandi snjóaði á veturna? Ég var nokkuð viss um að það væri liðin tíð, sökum
gróðurhúsaáhrifanna títtnefndu.
Hafði þó heyrt af vönum hjólreiðakappa, honum Erling, að ekkert mál væri að hjóla á hálku; maður
fengi sér bara nagladekk og væri eins og límdur við götuna. Erling algjör nagli með rass úr stáli.
Ákvað þó að láta reyna á að hjóla án naglanna og sjá hversu erfitt þetta er. Og viti menn,
ekkert mál; ég þarf engin nagladekk ef ég bara fer varlega!
Hjólaði í um 5 mínútur og stóð á hjólinu. Kom þá upp á mikinn klaka sem ég fann að framdekkið
hafði ekkert grip á. Ætlaði þá að stíga niður af hjólinu en auðvitað rann ég þá bara og flaug
allhressilega á hliðina. Frekar vont en hef ég nú lent í því verra án þess að stórslasast. Er
reyndar helaumur í síðunni og marðist lítillega á olnboganum, en ég er eins og vampírurnar;
sárin gróa þótt ekki gerist það á jafnundraskömmum tíma. Ákvað því að drífa í því að fá mér
nagladekk og reyna þetta ekki aftur, í öllu falli ekki með fartölvuna á bakinu [sem ég hafði
að sjálfsögðu vit á í þetta skiptið]
En ég hélt nú áfram og komst að lokum heim. En á Bústaðavegi var bílstjóri sem var utan við sig í
beygju og ætlaði að keyra mig niður. Sá ég hann taka beygjuna og þegar hann nálgaðist heyrði ég
hvernig hann gaf inn bensín og var þá ljóst að hann hafði ekki séð mig. Hugsaði ég þá með mér að
andskoti væri ég nú heppinn að vera með hjálm, fyrst á annað borð einhver ætlaði að keyra mig
niður. Kona var í farþegasætinu og sá ég hana gretta sig allsvakalega og setja hendurnar fyrir
andlitið. En betur fór en á horfðist og náði bílstjórinn að nauðhemla og stoppaði rétt rúmum
metra frá mér.
Enda var hann á nöglum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2006 | 13:31
Við erum KR-ingar, við tippum...
umferðir vorum við kyrfilega fastir við botninn. Og þá er ég ekki aðeins að meina botninn á riðlinum okkar.
Nei, heldur vorum við neðstir af ölllum 112 hópunum: vorum með 43 leiki rétta [af 78 leikjum]
og næsti hópur með 45!
Eftir síðasta laugardag vænkaðist aðeins hagur okkar pabba; við erum ekki lengur neðstir!!!
Reyndar á það aðeins við um alla hópana 112, þ.e.a.s. fullyrðingin "Til er verri hópur en Gullmolarnir"
er nú orðin sönn fullyrðing. Reyndar erum við neðstir í riðlinum okkar en við spyrjum að leikslokum; við
ætlum okkur nefnilega að fá 13 rétta síðustu 3 skiptin, vinna riðilinn og fá nokkrar milljónir í vasann.
Alveg pottþétt!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2006 | 21:14
Halló amma !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2006 | 22:20
"Nei, fyrirgefðu: talan er B15 en ekki B5. Hahaha, ég hélt nefnilega fyrir ásinn."
Var að koma heim af bingói Framtíðarinnar í MR. Það var haldið í Íþöku en hún hefur að sjálfsögðu ekkert breyst þótt 5 ár séu liðin síðan ég steig þangað síðast inn. Ég var alls ekki í æfingu, enda komin 6 ár síðan ég spilaði bingó síðast, og kom því heim tómhentur. Varð ekki einu sinni var, eins og maður segir.
En þannig er nú það að fyrir 6 árum þegar ég spilaði síðast bingó var það einmitt á vegum Framtíðarinnar og fór það fram í Cösu. Titill þessarar færslu er einmitt tilvitnun í úrslitabingóið það kvöld þegar langur bingóbráðabani hafði farið fram milli mín og annarrar stelpu. Segist ég alltaf hafa unnið utanlandsferð í 15 sekúndur því með tölunni B5 hefði það gerst. En helv**** fíflið ...
Nei, ég er ekkert spældur í dag. Ég er nú eiginlega búinn að gleyma þessu. Ef minnst er á bingó þá á ég það til að segja ekki þessa bingósögu. Talan B15 kom jú upp og og stelpan því réttmætur sigurvegari hvort sem mér líkar það betur eða verr.
AUÐVITAÐ LÍKAR MÉR ÞAÐ VERR!!! ÉG Á LÍKA ENN EFTIR AÐ FÁ SÖNGBÓK FRAMTÍÐARINNAR SEM KYNNIRINN LOFAÐI MÉR Í SÁRABÆTUR
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2006 | 12:50
Villta vestrið
Í raun hverfist sagan um tvær kvenpersónurnar í myndinni og fljóta karlarnir einungis með.
Myndin þótti mjög óhefðbundin sökum þessa en auk þess er myndin ádeila á McCarthy-ismann í
Bandaríkjunum; villtur lýðurinn, undir stjórn hinnar hatursfullu Mercedes McCambridge, leitar blóð-
hefndar fyrir morð á bróður hennar og beitir alls kyns brögðum í nafni "réttlætis".
Stórgóð mynd!
Seinni myndin var svo spagettívestrinn "Django" eftir bræðurna Sergio og Bruno Corbucci. Hvílík snilld! Gaurinn Django (Franco Nero) dregur alla myndina líkkistu á eftir sér. Svo sallar hann hvern óþokkann á fætur öðrum án þess að depla augum. Það gerir hann með sexhleypunni sinni eða með HRÍÐSKOTABYSSUNNI !!! Hversu svalur er hægt að vera? Ekki halda þó að hann hafi verið góðmennskan uppmáluð því hann svífst einskis fyrir gull.
Að auki var hún sýnd á ítölsku en það er tungumálið sem hún var tekin upp á. Hún deilir hart á hvers kyns fordóma og kynþáttahatur; sér í lagi hið síðarnefnda.
Brillíant mynd!
Mæli með að þið kíkið á heimasíðu Kínófíls hér til hliðar. Góðar stundir.
13.11.2006 | 21:36
Allt að koma + myndir
Hins vegar er nú hægt að sjá myndir af nokkrum flugum sem ég hef hnýtt. (hahaha, einmitt, allir þeir fjölmörgu sem lesa þetta blogg ) Myndirnar eru í mjög góðri upplausn og gríðarstórar svo ég
veit ekki hve margar fleiri þær verða. 1GB til viðbótar í geymslupláss kostar reyndar "bara"
þúsundkall svo ég gæti freistast, en það væri þá held ég eingöngu vegna þess að þær eru til og mér
finnst þær flottar. Enn á ný þakka ég aðal ljósmyndaranum mínum, honum Benna, fyrir verkið.
Booya!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2006 | 12:24
Fyrsta bloggið...
Until we meet again, B
Bloggar | Breytt 26.11.2006 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar