Loksins kom að því!

Fór á KR-völlinn í gær og sá KR-ingana vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar. Var frekar spennandi
því "við" skoruðum á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Auðvitað var ég mjög kátur og gat tekið KR-gleði mína á ný en ég hafði nú ekki misst svefn yfir
genginu hingað til. Ég er í raun ánægðastur fyrir hönd pabba því hann tekur öllu sem viðkemur
fótbolta svo alvarlega að ég hafði mestar áhyggjur af velferð hans.

Vona svo sannarlega að við föllum ekki því þá getur pabbi ekki haldið upp á fimmtugsafmælið sitt í
september, hahaha Grin

Tímaþjófur

Hehe, svei mér þá. Skráði mig inn á Facebook fyrir stuttu til þess að hafa aðgang að myndum hjá
vinkonu minni. En hvílíkur tímaþjófur! Ég var auðvitað búinn að bauna nóg á MySpace en hins vegar
er ég að komast í samband við fólk á Facebook sem ég var nokkuð viss um að ég myndi aldrei hafa
nokkur samskipti við framar. Jæja, er alla vega þokkalega dottinn í þennan pakka að leita að fólki sem
ég þekki á einhvern hátt, sama hversu lítið það er, og segja "hæ". Til dæmis má nefna að ég hef núna
í dag haft meiri samskipti við hann Ingvar en undanfarna 2 mánuði :D

Jæja, sæl að sinni, en lítið inn á þessa síðu áður en þið hyggið á að skella ykkur inn á Facebook:

http://www.phdcomics.com/comics/archive.php?comicid=877

"Þó þú sért bara sextán..."

Þá er loksins komið að því - stóra stundin er runnin upp. Í kvöld verður sagan skrifuð á nýtt - gömlum
gildum kollvarpað. Mannfólkið verður endurmetið og vegið. Komið er að skuldadögum [ha! hvað er
ég eiginlega að skrifa?]

Nei, [glatað] djók, hahaha. Í kvöld er nefnilega, eins og titillinn gefur til kynna, sammenkomst hjá
mannskapnum sem ég útskrifaðist með úr Snælandsskóla fyrir 10 árum síðan. Fólk hefur beðið
mismikið eftir þessum viðburði en ég ætla nú bara að gera gott skrall úr þessu og skemmta mér eins
og enginn væri morgundagurinn.

Hjúkk, segi nú bara svona. En maður verður sjálfur að gera gott úr þessu, málið er auðvitað barasta
að taka meðvitaða ákvörðun um að skemmta sér og þá eru góðar líkur á að það gerist. Á auðvitað við
í öllum tilvikum.

Þetta verður skothelt kvöld, og fólk mun skála í öllu öðru en mjólk.

Já, þvo á sér klofið

Ætlaði í sund í gær [laugardagur] í Vesturbæjarlaug. Af einhverjum ástæðum lokaði hún klukkan 6 en
ekki klukkan 8  eins og venjan er. Þá var stefnan tekin á Laugardalslaug en þegar ég var að snúa við
þá mætti ég Ameríkana frá San Fransisco sem var frekar spældur og spurði um laugar í nágrenninu.
Bauðst ég því til að skutla honum niður í Laugardal og sagðist hvort sem er á leið þangað. Var hann
mjög þakklátur og svo sýndi ég honum hvernig hefðbundin sundlaugarferð [þ.e. pottaferð] færi fram.

Reyndist hann mjög skemmtilegur og spjölluðum við saman allan tímann um heima og geyma. Hann
spurði um góða veitingastaði og mælti ég að sjálfsögðu með frænda mínum Sigga Hall á Óðinsvéum.
Svo ætti hann að fara á sunnudeginum til Þingvalla og sjá Almannagjá. Hann ætlaði nefnilega bara að
vera yfir helgi hér á klakanum og þyrfti því að takmarka skoðunarferðirnar og taldi sig vera búinn að
sjá nóg af bænum.

Að lokum skutlaði ég honum svo barasta á Holtið þar sem hann gisti. Gaf honum netfangið mitt og vildi
hann endilega að ég hefði samband ef ég kæmi aftur til Californíu.

En eitt skil ég ekki varðandi Bandaríkjamenn. Nú fórum við í sund og hafa Íslendingar þann háttinn
á að þvo sér almennilega áður en farið er í sund og gera það allsberir. En Kaninn var í
sundskýlunni innan undir buxunum og fór rakleiðis út í pott. Varð ég var við þetta þegar ég var í
Santa Barbara og þótt frekar glatað. En ég sagði auðvitað ekki neitt, en datt auðvitað í hug
Fóstbræðra-sketsinn með Benedikt Erlingssyni og Hilmi Snæ. Hefði getað gert gott grín úr þessu en þá hefði
hann talið mig snaröfugan og skrýtinn. Hversu fyndið hefði samt verið ef ég hefði reynt að rífa af
honum skýluna Tounge

Ótrúlega góður í happdrættum.

Ekki nóg með að ég sé bingómeistari, heldur er ég ótrúlega fær í happdrættum Wink

Fór á opið hús hjá Stangveiðifélaginu á föstudaginn síðasta. Keypti að sjálfsögðu nokkra miða í
happahylnum. Maður verður að vita í hvaða happdrættum taka skal þátt í og því skrifa ég "að
sjálfsögðu" hér að ofan því hvar annars staðar eru vinningslíkur 1-3% og gríðarlega góðir vinningar
í boði? Enda labbaði minns út með eitt stykki veiðistöng! Prýðilega stöng held ég, 10 feta Nielsen
Powerflex fyrir línu 9. Hún kemst nú ekki með tærnar þar sem Loop Green Line stöngin mín hefur
hælana, en ágætt að eiga stóra stöng til vara. Gæti notað hana til þess að "gára", til dæmis.

Smellti mér svo á árshátið kennara við MR á laugardagskvöldið. Ljómandi góð skemmtun með gömlu
dönsunum og "allers". Dansaði nokkra valsa við dömurnar - mikil stemning.
    Reyndar var kvöldið ekki eins rennandi blautt eins og væntingar stóðu til. Nei, þegar minn mætir
með eina rauða, viskí og bjór þá kemur í ljós að húsið sjálft selur búsið og því ekki við hæfi að kippa
sinni eigin flösku upp á borð. Og þar sem flöskur hússins kostuðu 4000,- krónur þá hélt ég mig
barasta við vatnið sem klikkar aldrei. Að auki lék ég slatta á píanóið og svo tókum við Unnur 4 lítil og
sæt sönglög saman rétt áður en maturinn hófst og komst ég því ekki í fordrykkin nema í blálokin.
En auðvitað hafði þetta engin áhrif á skemmtanagildið. Enda var fólkið skemmtilegt, maturinn góður
og tónlistin prýðileg. Þá þarf maður ekki neitt aukreitis. Hefði kannski verið verra ef maturinn hefði
verið það vondur að ég hefði þurft eitthvað sterkara en vatn til að skola honum niður, hahaha...

Tounge


Magnaður leikur og mergjaðir málshættir

Horfði á Manchester United mala Roma í gærkvöldi 7-1. Hvílíkur leikur! United spilaði eins og þeir
fengju borgað fyrir það og röðuðu inn mörkum í öllum regnbogans litum. Hins vegar má reyndar segja
að Roma hafi verið eins og áhugamannalið í höndum United. Og þó, þeir hreinlega gáfust upp þegar
staðan var orðin 2-0 og áhuginn var nánast enginn. Fóru í hálfgerða fýlu. Svona haga menn sér ekki á
þeim launum sem þeir eru. Að auki var Totti með kjaft fyrir leikinn svo ég finn ekki til með honum fyrir
fimmaur. Merkilegast finnst mér þó að þeir Roma-menn hafi getað hugsað sér að bjóða stuðnings-
mönnum sínum upp á slíkan frammistöðu. Maður verður að halda áfram að berjast þar til flautað er
til leiksloka.

Svo að lokum vil ég þakka honum Nóa Síríusi fyrir ljómandi góða málshætti. Fékk tvo sem mér fannst
mjög viðeigandi:

       Lempinn maður hefur lykil að annars vilja       [Lempinn = lipur, leikinn, laginn (í samskiptum).]

       Flest verður glöðum að gamni

Haha, það segirðu satt, Nói Grin . Þessi síðari fór afskaplega vel í mig.

Bið svo fólk endillega að smella inn sínum málsháttum hér í athugasemdunum,
ég hef svo gasalega gaman af þeim. Sér í lagi þessum sem seint mun koma úr páskaeggi:

       Ei rekur mús við sem hestur, þótt rauf rifni.

Magnaður leikur og mergjaðir málshættir

Horfði á Manchester United mala Roma í gærkvöldi 7-1. Hvílíkur leikur! United spilaði eins og þeir
fengju borgað fyrir það og röðuðu inn mörkum í öllum regnbogans litum. Hins vegar má reyndar segja að Roma hafi verið eins og áhugamannalið í höndum United. Og þó, þeir hreinlega gáfust upp þegar
staðan var orðin 2-0 og áhuginn var nánast enginn. Fóru í hálfgerða fýlu. Svona haga menn sér ekki á
þeim launum sem þeir eru. Að auki var Totti með kjaft fyrir leikinn svo ég finn ekki til með honum fyrir
fimmaur. Merkilegast finnst mér þó að þeir Roma-menn hafi getað hugsað sér að bjóða stuðnings-
mönnum sínum upp á slíkan frammistöðu. Maður verður að halda áfram að berjast þar til flautað er
til leiksloka.

Svo að lokum vil ég þakka honum Nóa Síríusi fyrir ljómandi góða málshætti. Fékk tvo sem mér fannst
mjög viðeigandi:

       Lempinn maður hefur lykil að annars vilja       [Lempinn = lipur, leikinn, laginn (í samskiptum).]

       Flest verður glöðum að gamni

Haha, það segirðu satt, Nói Grin . Þessi síðari fór afskaplega vel í mig.

Bið svo fólk endillega að smella inn sínum málsháttum hér í athugasemdunum,
ég hef svo gasalega gaman af þeim.

Páskar

Þá eru páskarnir á næsta leiti og ég farinn að huga að næsta skólaári. Það styttist nú reyndar vonandi
í að maður fari að huga að vinnu því ég held nú að maður fari að segja þetta gott þegar fjármála-
hagfræðinni lýkur.

Er á fullu á gítarnum og gengur bara prýðilega, að eigin sögn. Svo stefni ég að því að fara að veiða í
Hraunsfirðinum með afa á fimmtudaginn. Mummi og Svenni verða bara að öfunda mig af því, hahaha.

Alla vega, vildi bara óska nær- og fjærstöddum gleðilegra páska. Borðið nú yfir ykkur af páskaeggjum
og haldið þannig páskana hátíðlega ;)

Ekki alltaf hægt að finna sniðuga fyrirsögn á bloggfærslu ;)

Jæja, gott fólk. Þá er komið að því að gerast reglulegur penni á ný. Þakka þeim er hafa sýnt þolinmæði. Kominn tími á að önnur færsla en um andlát ömmu sé efst á síðunni, svona er nú lífið og allir hafa tekið því.

Er að velta því fyrir mér hvort þessi færsla eigi að vera svakalöng með því að tilgreina allt sem á daga mína hefur drifið frá síðustu færslu en sennilega er það ekki góð hugmynd því ekki hef ég setið auðum höndum. Stenst þó ekki mátið og stikla á stóru.

Fór út til Köben þann 15. febrúar og náði í Mumma frænda fyrir jarðarförina en þrátt fyrir allt urðum við að njóta lífsins. Hafði það því mjög gott í Köben og fór m.a. í mat til Fríðu og Binna og hitti þar með loksins litlu sætu frænkuna mína hana Viktoríu Örnu. Þakka kærlega fyrir góðan mat og skemmtilegt kvöld Grin

Hér heima hefur lífið svo gengið sinn vanagang í kennslu og námi, helstu fréttir eru kannski þær að ég er að velta fyrir mér mastersnámi í fjármálahagfræði næsta sumar. Hljómar spennandi og fyrir utan að koma sér vel í atvinnuleit þá sakar ekki að verða ófatlaður í fjármálum í þessu lífshlaupi. Ég hef til dæmis aldrei haft neina hugmynd um hvernig hlutabréf þróast eða hvernig verðtrygging virkar eða hvað veldur verðbólgu. Gæti verið gott að vita.

Nú annað að frétta er að ég gróf gamla gítarinn hans pabba upp fyrir tveimur vikum og ákvað að byrja að glamra á hann. Hins vegar þurfti heilmikið að gera fyrir gripinn, ég skipti um strengi og bar olíu á gripbrettin og þreif hátt og lágt. Svo fór ég með hann í Tónastöðina og þar var maður sem bara tók gítarinn af mér! Það þarf sem sagt að rétta hálsinn af vegna þess að sennilega hefur legið þungt farg á honum í geymslunni. Hann hefur örugglega mátt 
þola ýmsilegt á 40 árum inni í kompu. Ég ætla nú barasta að verða fær um að halda uppi fjöldasöngi í fjölmenni og í útilegum, enda er óneitanlega þægilegra að burðast með gítar en píanó. Við Hinni vinur minn ætlum nefnilega að taka útilegurnar með trompi í sumar!

Loks stendur hjólið alltaf fyrir sínu. Tók reyndar nagladekkin undan í síðustu viku og setti alveg helsjúkt mikinn þrýsting í dekkin, 60 pund [psi] í hvort. Hélt reyndar á hjólinu frá Víðigrundinni að Essó- stöðinni til þess að pumpa í dekkin vegna þess að andskotans pumpan mín er biluð eftir að hafa 
einungis verið notuð um 
5 sinnum. Ætla þokkalega að kvarta. Yfir einu get ég víst ekki kvartað en það er nú þannig að ekki 
er hægt að gera ráð fyrir neinu þegar íslenska veðrið er 
annars vegar. Daginn eftir að ég setti SUMARdekkin undir byrjaði að snjóa á ný. En það er allt í lagi 
vegna þess að í dag er búin að vera brjáluð rigning og 
klakinn að hverfa. Dæmigert íslenskt veðurfar.

Sæl að sinni.

Amma öll

Auðbjörg Guðbrandsdóttir Steinbach
1. apríl 1930 - 11. febrúar 2007

Þá er amma kerlingin farin yfir móðuna miklu. Við það fækkaði ömmum mínum um helming. Þetta
gerðist frekar snöggt en sem betur fer leið henni vel í það síðasta og fann ekki mikið til. Svona fer víst
fyrir öllum, og var hún sennilega hvergi bangin. Hugsa hlýtt til hennar því hún var gæðablóð og
reyndist okkur öllum vel.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband