18.11.2007 | 22:16
Siggi's skyr
Hah, hversu svalt er þetta:
Siggi frændi orðinn heimsfrægur á klakanum
Við Mummi fengum nú ekki að smakka skyrið þegar við heimsóttum hann í New York hér um árið enda ekki búið að flóa skyrið þá. Hins vegar finnst mér gríðarlegur bömmer að þetta blessaða skyr fæst ekki hér á vesturströndinni. Ég hringi barasta í Sigga og bið hann um að senda mér nokkrar dollur, hahaha. Verð að benda gamla settinu á að smakka afurðina þegar þau verða í NY um áramótin.
Annars er næsta verk á dagskrá að smakka þetta gríska jógúrt sem ég keypti nýlega í Trader Joe's. Best að láta Sigga ekki vita af því þar sem helstu keppinautarnir eru einmitt Grikkirnir með sitt feita jógúrt.
Ég veit annars ekki hvað segja skal um lúkkið á Sigga, sítt hár og skegg. Orðinn dálítð Jesú-legur eitthvað. En ég sjálfur er nú kominn með ansi góðan lubba en skeggið hef ég látið eiga sig. Læt mér bartana duga en þeir voru hugsaðir sem stoð undir hárið enda er ég nú með ansi mikil þyngsl á hausnum. Siggi hefur örugglega verið að hugsa hið sama, enda má sjá að skeggið ballanserar vel á móti makkanum að aftan . Annars væri Siggi með stöðugan hálsríg.
Jæja, komið nóg af þessu sprelli hér í endann. Gaman að sjá að allt gengur vel hjá Sigga en það vissi maður nú svo sem fyrir. En það breytir því ekki að ég hef ekki enn smakkað gúmmulaðið
Sagði skilið við fjármálahverfið og hóf framleiðslu á skyri í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2007 | 08:27
Halloween
...fyrir utan Markús Antoníus og Kleópatra, elskendur og samherjar. Vona að mér takist að smella inn einni mynd hér af okkur. Myndin er af smettabókinni og þar getur fólk með réttu tengslin skoðað fleiri myndir frá þessu líka fína teiti. Good times!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 08:51
Noh! Þarna skorar Baldvin þrjú mörk í röð, ég hélt að það væru bara tvö mörk í krassbydnu
Nú héðan frá CA er allt gott að frétta, minn er kominn prýðilegt form og er að spila með "Team Math". Við spiluðum við nokkra Mexikana, í öllu falli spænskumælandi prýðispilta, á síðasta miðvikudag. Er skemmst frá því að segja að minns skoraði öll þrjú mörkin okkar. Að sjálfsögðu
er alveg óþarfi að minnast á að hitt liðið skoraði tólf stykki, að ég held, því við það gætu þessi aumu þrjú mörk virst ómarktæk. Jæja, þótt ég segi sjálfur frá þá skoraði ég þrjú glæsimörk, eitt eftir góða sendingu, annað beint úr aukaspyrnu MEÐ VINSTRI, og svo þriðja utan af velli upp í skeytin. Og það besta við seinni tvö mörkin var að fjórar stelpur úr strærðfræðinni voru að fylgjast með og ætluðu að missa sig í fagnaðarlátum. Og til að bæta á gleðina þá hafði ein þeirra tekið loforð af mér að skora mark, og fjandinn hafi það, ég stóð við mitt og gott betur. Þótt við höfum aðeins fengið núll stig úr þessum leik þá erum við klárlega á toppi deildarinnar ef lögð er saman ánægjan sem við og áhangendur okkar höfum af leikjunum. Og það er auðvitað það sem skiptir máli!
Minns er pínu krambúleraður í dag þar sem ég flaug á hausinn á hjólinu mínu á einu af mörgum HJÓLAHRINGTORGUM hér á campus. Hversu kúl er að vera
svoleiðis? Jamm, ég sem sagt fór heldur hratt í eina beygjuna og næfirþunna afturdekkið mitt rann í bleytunni og ég tók eina góða veltu. En, lesendur góðir, hafið ekki áhyggjur af mér, ónei, því
sár mín munu gróa, en hins vegar rispaðist beltið minn því ég féll auðvitað kylliflatur í orðsins fyllstu merkingu. Hjólið er ónothæft í bili en ég mun vonandi ná að laga það með þessu líka fína skrúfjárni sem ég fékk lánað.
Jibbí kóla, til hamingu með afmælið, Steini, kæri vinur !!! :D Ég er enn að bíða eftir DVD-diski með myndum frá Eyjum ;) Hafðu það sem allra best, og það á við auðvitað ykkur öll líka.
PS Beggi, þú vinnur ekki neitt ef þú veist hvaðan fyrirsögnin er fengin ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2007 | 08:37
Santa Barbara logar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2007 | 07:16
Skunkafýla
Og raunin er sú að nú finn ég þessa helvítis fýlu hvar sem ég er því hér er allt morandi í skunkum. Það er alveg magnað hve oft ég finn þessa lykt, nei bíddu við: DÓMSDAGSFÝLU
Á þeim stutta tíma sem ég hef verið hér í Kaliforníu (haha, ég skrifaði fyrst CA en hætti við að skammstafa ) hefur mér tekist að hjóla yfir TVO skunka!!! Heh, nei djók. Það væri þokkalegt, en hins vegar er sannleikurinn sá að ég hef hjólað FRAMHJÁ tveimur skunkum. Ljóst er að orðspor mitt hefur borist á milli skunkanna því þessir tveir flúðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Eins gott fyrir þá...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2007 | 21:05
Ritstíflan brostin...
Hefði ég verið duglegur að blogga þá hefðu færslurnar orðið ansi margar því margt áhugavert hefur drifið á mína daga. Annars er ég iðinn við kolann á bók andlitanna og getur fólk skoðað myndir af mér þar, hugsanlega þarf að fara í gegnum vini mína hér í CA (minn góður, farinn að skammstafa að hætti Kananna).
Ég mæli sérstaklega með myndum Brittany Erickson frá mínu fyrsta "Prom" hér í USA. Ég held að ég geti sagt að þetta var eitt besta skrall sem ég hef upplifað í langan tíma. Við erum að tala um blöðrur, skreytingar, ljósaseríur, "myndaklefa" og magnaða bollu. En hið besta var að hver og einn dró miða sem átti að lýsa karakter hans um kvöldið. Ég dró "Sleazy guy". Ég held að myndirnar á FaceBook segi allt sem segja þarf.
L8r, from sunny California
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 19:48
Eyjar 2007
og var orðið langt síðan við komum síðast.
Þó fórum við ekki á Þjóðhátíð, heldur helgina á undan. Höfðum við mismikinn áhuga á drykkjuhátíðinni
miklu. Hins vegar gerðumst við túrhestar því með í för var hún Alethea frá Bandaríkjunum. Gistum í
afskaplega huggulegu húsi í svefnpokum en höfðum aðstöðu til eldunar og til að grilla.
Fórum við að sjálfsögðu í siglingu um eyjuna og hafði okkur verið lofað vindi og rigningu en við fengum
þess í stað nánast engan vind og heiðan himinn! Vorum algjörlega í skýjunum ;)
Svo leigðum við vespur og brunuðum um eyjuna - þvílíkt stuð! Gengum á Heimaklett, nokkuð sem mig
hefur langað að gera í mörg ár en var sagt að væri stórvarasamt. Við komumst þó frekar auðveldlega
upp og höfðum magnað útsýni yfir eyjuna.
Ég hafði lofað Aletheu að hún myndi sjá lunda og var ég nokkuð viss um að ég væri ekki að lofa upp í
ermina á mér. Það kom líka á daginn að hún fékk sig fullsadda af lunda; í Herjólfi brá fyrstu lundunum
fyrir í sjónum og svo er ekki þverfótað fyrir lundum umhverfis Eyjar. Út um allt eru myndir af lunda
og kemst enginn hjá því að átta sig á því að lundi er aðalsfugl Vestmannaeyja. Svo rákumst við á
tvo plokkaða lunda í kaupfélaginu og steikti ég þá upp úr smjöri á laugardagskvöldið og verð ég að
fá að segja að þeir brögðuðust dásamlega hjá mér. Svo til að toppa kvöldið fórum við á skemmti-
staðinn Lundann og skrölluðum þar langt fram eftir nóttu.
Held barasta að allir hafi verið ánægðir með ferðina í það heila. Það var ég í öllu falli :D
Ps. áður en Alethea fór heim keypti ég handa henni stórt handklæði með fullt af lundum á ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2007 | 00:29
Is that an iPod in your bathing suit or ...
sinn innan á skýlunni sinni í plastpoka. Þegar ég fór úr gufunni komu hann og vinur hans einnig.
Notaði ég þá tækifærið og spurði gaurinn hvort nóg væri að vera með plastpoka utan um tónhlöðuna
hans. Þegar hann tók heyrnatólin úr eyrunum kom ljós að þetta var útlendingur sem sagðist eiga
nokkur stykki og að sér væri alveg sama þótt spilastokkurinn skemmdist. Eitthvað minntist hann á að
heilsubætandi væri að vera með tónlist í eyrunum og auk þess kæmi það í veg fyrir að fólk gæfi sig á
tal við hann...
Jahá, hress gaur. Ég ákvað að hafa samtalið ekki lengra þar sem ég hafði bersýnilega ekki skilið að
hann var með mannafælu í sundskýlunni en ekki iPod.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 10:38
Góð þýðing
smellti textanum í gegnum þýðingarvél á netinu og þetta er útkoman:
Horse river trip
Prior pumice hef I staðið into túrhestastússi whom never formerly. About centre June kom inn! here Latin America
girl, whom I kynntist ;a) into Santa Barbarian, together fraternal sine. Voru they hereincontain weekly and trust
river myself in order to see about mood. Retentiveness only snuggle up to I hafi staðið myself well and show river form river
FaceBook with Brittany ;fn) Erickson. Skráið yourselves sure in river FaceBook maybe ye arealready
not skráð. (Skohh, man only begin snuggle up to agítera pay lip service to þess vegna tímaþjófi)
- allir weigh out, how often fer oneself against Gullfossi and Exceedingly? I hafði not gonesnuggle up to Gullfossi into about
15 year. Var finished snuggle up to steingleyma how powerful waterfaller. Nokkur ár eru síðan ég gekk síðast
suppress Almannagjá and about everything Þingvallasvæðið. Run thus too with theyum Snæfellsnesið og sá m.a.
Arnarstapa.
Komst snuggle up to accordingly snuggle up to whenas jolly powerful snuggle up to be traveller river Íslandi og ekki spillti veðurblíðan .
Thus is önnum kafinn Latin America girl here river fellow countryman whom I is snuggle up to work on work with and with her is I finished
snuggle up to walk against Toll into Hvalfirði, hæsta waterfall subsidence, and prow snuggle up to accordingly snuggle up to go yet river neo- "The Golden
Circle" with her and parental hers. Óli, amigo my, be going to even snuggle up to bring. Obviously
prow into snuggle up to accustom fáum alvöru lcelandic weather where launch into rainpresently. Sólarviðrið prior pumice
hast verið unqualified nonsense! Like that erode river man not snuggle up to get used tohere river gobble.
Over and out
brúnn river nebbanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 10:05
Hestur á túr
stelpa, sem ég kynntist úti í Santa Barbara, ásamt bróður sínum. Voru þau hér í rúma viku og treystu
á mig til þess að sjá um stuðið. Held barasta að ég hafi staðið mig með ágætum og bendi á myndir á
FaceBook hjá Brittany nokkurri Erickson. Skráið ykkur endilega inn á FaceBook ef þið eruð nú þegar
ekki skráð. (Skohh, maður barasta byrjaður að agítera fyrir þessum tímaþjófi)
Alla vega, hversu oft fer maður sjálfur upp að Gullfossi og Geysi? Ég hafði ekki farið að Gullfossi í um
15 ár. Var búinn að steingleyma hversu magnaður fossinn er. Nokkur ár eru síðan ég gekk síðast
niður Almannagjá og um allt Þingvallasvæðið. Keyrði svo einnig með þau um Snæfellsnesið og sá m.a.
Arnarstapa.
Komst að því að það er býsna magnað að vera ferðamaður á Íslandi og ekki spillti veðurblíðan .
Svo er önnur amerísk stelpa hér á landi sem ég er að vinna að verkefni með og með henni er ég búinn
að ganga upp að Glym í Hvalfirði, hæsta fossi landsins, og stefni að því að fara enn á ný "The Golden
Circle" með henni og foreldrum hennar. Óli, vinur minn, ætlar meira að segja að koma með. Reyndar
stefnir í að við fáum alvöru íslenskt veður þar sem byrja á rigna fljótlega. Sólarviðrið undanfarnar vikur
hefur verið algjört rugl! Svona veðri á maður ekki að venjast hér á klakanum.
Yfir og út
brúnn á nebbanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar