Allt að fuðra upp

JesusitaFireHér í Santa Barbara, Kaliforníu, er enn ekki búið að ná tökum á eldinum sem geysar í hlíðunum. Á miðviku- og fimmtudag varð allt vitlaust þegar eldinum fannst vindurinn eitthvað óþægilegur og komst hann á gott skrið. Aldrei hef ég séð eld ferðast jafnhratt og leist bara ekkert á blikuna. Einhvern veginn komst eldurinn yfir hraðbraut, sennilega fljúgandi glóð um að kenna. Annars erum við Íslendingarnir ekki í neinni hættu en mjög margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Svo hafa fleiri hús brunnið og íþróttahús skólans er fullt af flóttafólki. Veit satt að segja ekki hvort það verði af fótboltaleiknum á næsta mánudag.

socal0503

 

 Eins og sést á myndunum þá var þessi eldur gríðarlega stór og komst alla leið inn í mannabyggðir. Í fyrstu var þetta pínulítið svæði sem brann en svo hitti kúkurinn viftuna. En eitthvað er nú að draga úr þessu núna. Sagt er að hagstæðir vindar og kaldara loft leiði til þess að auðveldara sé að ná tökum á þessu. Gott mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband