7.12.2006 | 23:26
Féll kylliflatur
Langt er síðan ég féll fyrir Gunnhildi, það eru næstum tveggja ára gömul tíðindi.
Hins vegar féll ég kylliflatur í bókstaflegri merkingu í dag [fimmtudag 7.]. Og alveg kylli-, kylliflatur. Var
á heimleið frá MR í dag og var með tölvuna á bakinu og fullar hendur; taska, bækur í poka, mappa og
slatti af gömlum prófum. Var að nálgast bílaplan nemenda (mjög gróf möl) þegar mér fannst eins og
band væri strengt fyrir hægri fótinn. Reyndi að lyfta honum hærra
upp en hann var pikkfastur og þar
sem ég var á nokkuð hröðum gangi þá datt ég beint fram fyrir mig; tókst að setja annan
arminn fyrir mig en hruflaðist aðeins á báðum höndum og bólgnaði upp á þeirri vinstri. Og ég lá svo
hressilega kylliflatur að ég skrámaðist á neðanverðum lærunum, rétt fyrir ofan hné.
Og hvað olli? Jú, hafði stigið á svona plastræmu sem oft er sett utan um pappakassa; stíft plast sem
er um sentimetri á breidd og 1-2 millimetrar að þykkt. Og þegar ég steig á helvítið með vinstri fæti þá
lyftist það upp og myndaði eins konar lykkju sem ég síðan smellti hægri fæti í.
Jæja, ég lifi þetta nú af. Hehe, vona að enginn haldi að ég sé stórslasaður, bara skrámaður
og bólginn.
Að lokum vil ég óska Erling og Sigrúnu til hamingju með nýjustu fjölskylduviðbótina. Eignuðust
í nótt 16 marka, 52 cm langa stelpu. Vona að allt hafi gengið vel.
Hins vegar féll ég kylliflatur í bókstaflegri merkingu í dag [fimmtudag 7.]. Og alveg kylli-, kylliflatur. Var
á heimleið frá MR í dag og var með tölvuna á bakinu og fullar hendur; taska, bækur í poka, mappa og
slatti af gömlum prófum. Var að nálgast bílaplan nemenda (mjög gróf möl) þegar mér fannst eins og
band væri strengt fyrir hægri fótinn. Reyndi að lyfta honum hærra
upp en hann var pikkfastur og þar
sem ég var á nokkuð hröðum gangi þá datt ég beint fram fyrir mig; tókst að setja annan
arminn fyrir mig en hruflaðist aðeins á báðum höndum og bólgnaði upp á þeirri vinstri. Og ég lá svo
hressilega kylliflatur að ég skrámaðist á neðanverðum lærunum, rétt fyrir ofan hné.
Og hvað olli? Jú, hafði stigið á svona plastræmu sem oft er sett utan um pappakassa; stíft plast sem
er um sentimetri á breidd og 1-2 millimetrar að þykkt. Og þegar ég steig á helvítið með vinstri fæti þá
lyftist það upp og myndaði eins konar lykkju sem ég síðan smellti hægri fæti í.
Jæja, ég lifi þetta nú af. Hehe, vona að enginn haldi að ég sé stórslasaður, bara skrámaður
og bólginn.
Að lokum vil ég óska Erling og Sigrúnu til hamingju með nýjustu fjölskylduviðbótina. Eignuðust
í nótt 16 marka, 52 cm langa stelpu. Vona að allt hafi gengið vel.
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.