4.5.2009 | 18:05
Skalli?
Nei, grín. Ég er ekki kominn með skalla en hins vegar var ég skallaður í fótboltaleik fyrir skömmu. Fékk þetta líka fína glóðurauga. Náði að koma í veg fyrir mestu bólguna með því að kæla þetta af og á í tvo tíma. Hins var ég skallaður á kinnbeinið og því bólgnaði ég ansi mikið að innan og gat því varla opnað munninn. Borðaði af þeim sökum aðeins jógúrt og ávaxtadrykki í tvo daga. Er þó að jafna mig og get borðað dauð dýr á ný.
Sá Barcelona mala Real Madrid á laugardaginn síðasta. Hvílíkur leikur! Var staddur á breskum pöbb með Grace og Tomàs. Allt ætlaði um koll að keyra þegar mörkunum var raðað inn. Gríðarlega gaman að horfa á svona leiki með öðru fólki.
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei, ný færsla!
Hélt það væri bara ein á hverjum ársfjórðungi.
Benni (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:24
Ég er byrjaður að raða inn færslunum. Hvenær fæ ég hins vegar að sjá fleiri myndir af afkvæmunum þínum, Benni?
Baldvin Einarsson, 5.5.2009 kl. 00:33
Sko og ef þú bloggar aftur í byrjun júlí þá er þetta orðið bi-monthly sem hlýtur að teljast stórkostleg framför. ;)
Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.