28.11.2006 | 22:42
Alltaf hressandi að hjóla
Já, hjólreiðunum kynntist ég af krafti úti í Ameríkunni. Hjólaði á hverjum degi að meðaltali klukkutíma.
Fannst það góð hreyfing og hressandi. Ákvað því þegar ég kom heim að fara allra
minna ferða á þann mátann, þar sem "Litli hvítur" hafði gefið upp öndina um áramótin. Fjárfesti því
í nýju fjallahjóli [án drullubretta, keypti þau sér. Hvernig dettur þeim það í hug!]
En öllum að óvörum snjóaði hressilega um miðjan nóvember! Hverjum hefði dottið það
í hug að á Íslandi snjóaði á veturna? Ég var nokkuð viss um að það væri liðin tíð, sökum
gróðurhúsaáhrifanna títtnefndu.
Hafði þó heyrt af vönum hjólreiðakappa, honum Erling, að ekkert mál væri að hjóla á hálku; maður
fengi sér bara nagladekk og væri eins og límdur við götuna. Erling algjör nagli með rass úr stáli.
Ákvað þó að láta reyna á að hjóla án naglanna og sjá hversu erfitt þetta er. Og viti menn,
ekkert mál; ég þarf engin nagladekk ef ég bara fer varlega!
Hjólaði í um 5 mínútur og stóð á hjólinu. Kom þá upp á mikinn klaka sem ég fann að framdekkið
hafði ekkert grip á. Ætlaði þá að stíga niður af hjólinu en auðvitað rann ég þá bara og flaug
allhressilega á hliðina. Frekar vont en hef ég nú lent í því verra án þess að stórslasast. Er
reyndar helaumur í síðunni og marðist lítillega á olnboganum, en ég er eins og vampírurnar;
sárin gróa þótt ekki gerist það á jafnundraskömmum tíma. Ákvað því að drífa í því að fá mér
nagladekk og reyna þetta ekki aftur, í öllu falli ekki með fartölvuna á bakinu [sem ég hafði
að sjálfsögðu vit á í þetta skiptið]
En ég hélt nú áfram og komst að lokum heim. En á Bústaðavegi var bílstjóri sem var utan við sig í
beygju og ætlaði að keyra mig niður. Sá ég hann taka beygjuna og þegar hann nálgaðist heyrði ég
hvernig hann gaf inn bensín og var þá ljóst að hann hafði ekki séð mig. Hugsaði ég þá með mér að
andskoti væri ég nú heppinn að vera með hjálm, fyrst á annað borð einhver ætlaði að keyra mig
niður. Kona var í farþegasætinu og sá ég hana gretta sig allsvakalega og setja hendurnar fyrir
andlitið. En betur fór en á horfðist og náði bílstjórinn að nauðhemla og stoppaði rétt rúmum
metra frá mér.
Enda var hann á nöglum...
Fannst það góð hreyfing og hressandi. Ákvað því þegar ég kom heim að fara allra
minna ferða á þann mátann, þar sem "Litli hvítur" hafði gefið upp öndina um áramótin. Fjárfesti því
í nýju fjallahjóli [án drullubretta, keypti þau sér. Hvernig dettur þeim það í hug!]
En öllum að óvörum snjóaði hressilega um miðjan nóvember! Hverjum hefði dottið það
í hug að á Íslandi snjóaði á veturna? Ég var nokkuð viss um að það væri liðin tíð, sökum
gróðurhúsaáhrifanna títtnefndu.
Hafði þó heyrt af vönum hjólreiðakappa, honum Erling, að ekkert mál væri að hjóla á hálku; maður
fengi sér bara nagladekk og væri eins og límdur við götuna. Erling algjör nagli með rass úr stáli.
Ákvað þó að láta reyna á að hjóla án naglanna og sjá hversu erfitt þetta er. Og viti menn,
ekkert mál; ég þarf engin nagladekk ef ég bara fer varlega!
Hjólaði í um 5 mínútur og stóð á hjólinu. Kom þá upp á mikinn klaka sem ég fann að framdekkið
hafði ekkert grip á. Ætlaði þá að stíga niður af hjólinu en auðvitað rann ég þá bara og flaug
allhressilega á hliðina. Frekar vont en hef ég nú lent í því verra án þess að stórslasast. Er
reyndar helaumur í síðunni og marðist lítillega á olnboganum, en ég er eins og vampírurnar;
sárin gróa þótt ekki gerist það á jafnundraskömmum tíma. Ákvað því að drífa í því að fá mér
nagladekk og reyna þetta ekki aftur, í öllu falli ekki með fartölvuna á bakinu [sem ég hafði
að sjálfsögðu vit á í þetta skiptið]
En ég hélt nú áfram og komst að lokum heim. En á Bústaðavegi var bílstjóri sem var utan við sig í
beygju og ætlaði að keyra mig niður. Sá ég hann taka beygjuna og þegar hann nálgaðist heyrði ég
hvernig hann gaf inn bensín og var þá ljóst að hann hafði ekki séð mig. Hugsaði ég þá með mér að
andskoti væri ég nú heppinn að vera með hjálm, fyrst á annað borð einhver ætlaði að keyra mig
niður. Kona var í farþegasætinu og sá ég hana gretta sig allsvakalega og setja hendurnar fyrir
andlitið. En betur fór en á horfðist og náði bílstjórinn að nauðhemla og stoppaði rétt rúmum
metra frá mér.
Enda var hann á nöglum...
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jahérnahér! ég hjólaði nánast allan síðasta vetur án nagla og það gekk bara ágætlega, fauk nokkrum sinnum og datt tvisvar, ef ég man rétt... mér reyndist best að halda mig á hjólastígum því ökumenn taka vægast sagt lítið tillit til hjólreiðamanna (búið að aka mömmu tvisvar niður þótt hún fari mjög varlega)
Bjarnheiður (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 18:10
Lenti aftur í því að næstum var búið að keyra mig niður við svipaðar aðstæður. Var að fara yfir á grænu ljósi við Nýbílaveg og er bíll að bíða eftir
því að geta beygt. Svo þegar færið gafst var ég einmitt á miðri götunni þegar hann gefur í og ætlar að skjótast í beygjuna. Hann sá mig
reyndar fljótt en var á talsverðri ferð svo ískraði í dekkjunum þegar hann hemlaði.
Slapp sem betur fer, enn eina ferðina.
Baldvin Einarsson, 2.12.2006 kl. 12:58
Hvernig væri nú bara að taka upp eitthvað hættuminna áhugamál og öðrum leiðum til að ferðast milli staða?
Fallhlífastökk og strætó?
Mummi (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.