Útvarp Reykjavík, nu verða sagðar fréttir

Var tjáð um daginn að bloggið mitt væri dautt. Rangt. Jæja, kannski rétt svo við lífsmark. Var nefnilega í matarboði hjá Óla um daginn og sagði hann mér að samkvæmt blogginu væri ég enn í Santa Barbara. Þetta er bersýnilega ekki sannleikanum samkvæmt þar sem ég er staddur á klakanum... til 20. ágúst. Hef frá 19. júlí upplifað ýmislegt:

Veiddi 17-18 punda dreka í Laxá í Aðaldal á klassíska Silver Wilkinson einkrækju númer 1/0, hnýtta af sjálfum mér. Andri, bjallaðu í mig í síma 6929493 upp á klassískar flugur. Náði líka öðrum 8 punda. Besta við þann túr var reyndar að komast aftur í veiði með Mumma frænda. Fórum við svo í enn meiri veiði og veiddum nóg af dýrindis laxi og bleikju. Allt verður þetta etið, að sjálfsögðu.

Gekk Laugaveginn í góða vina hópi. Fékk meira að segja Kanana tvo, þær Brittany og Aletheu með. Fengum gríðarlega gott veður og höfðum meira að segja bjór með pulsunum þar sem trússbíll var með í för. Kunnum við Tomma miklar þakkir fyrir aksturinn.

Svo hef ég verið með aðstöðu niðri á Hafró í sumar og komið ýmsu í verk varðandi námið. Ég er farinn að hlakka til að demba mér í fiskistöppuna þar ytra og halda áfram að skrifa greinar og slíkt.

Endurnýjaði kynni mín af prjónum. Er að leggja lokahönd á húfu sem ég mun ekki nota í Santa Barbara. Hins vegar ætla ég að standa við stóru orðin og prjóna lopasmokk handa Begga af því hann gerði svo mikið grín að mér. Það verður nú ekki mikið mál því ég er orðinn svo góður og svo þarf smokkurinn ekki að vera mjög stór.

Nú, tel mig hafa gert vel með þessum pósti. Ég mun sennilega breyta honum svo ekki sjáist taki ég eftir einhverju mikilvægu sem vantar. Yfir og út...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband