Surfin' USA

Er minns ekki barasta búin að beisla náttúruöflin og leggja öldurnar
að fótum sér. Kannski væri réttara að segja að ég væri búinn að
leggja öldurnar að bumbu mér, þar sem ég var að mestu á mallanum.

Jæja, það sem ég vil að komist til skila er að ég fór á brimbretti
síðasta sunnudag með Jóni Karli, félaga mínu. Gekk alveg prýðilega
að mínu mati. Ég fékk alla vega smátilfinningu fyrir hvernig
kvikindið hegðar sér í vatninu og hvernig halli hefur á stefnuna og
fleira. Mér tókst að standa upp á brettinu tvisvar og þóttist ég
standa mig vel. Það var reyndar ekki fyrr en eftir talsvert margar
ferðir á maganum að mér varð hugsað til Steina: ef ég flýg ekki
hressilega á hausinn við að reyna eitthvað sem er mér ofviða þá er
ég ekki að taka nógu vel á því og mun ég því ekki taka miklum
framförum. Ákvað ég að segja skilið við litlu öldurnar og fór út
fyrir öldurnar og reyndi að ná nokkrum stórum.

Í fyrstu var ég smeykur við að vera fyrir þeim reyndari en svo
áttaði ég mig á því að ég var sá ysti. Þar með þurftu aðrir að passa
sig á mér. Ha! Nei, að öllu gríni slepptu þá gett mér ágætlega að
stýra í gegnum öldurnar og stóð að lokum uppi á brettinu í nokkrar
sekúndur. Vil reyndar bæta við að ekki var nema um jafnvægisskynið
að ræða en ekki neinar hundakúnstir. Þær koma síðar.

Jæja, gott fólk. Ég kem heim á klakann þann 19. júní. Reynar fer ég
beint í veiði en ég hlakka mikið til að sjá vini og vandamenn. Vona
að aðrir hafi sama áhuga á að sjá mig :D

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þvílík veiðiferð sem þetta verður.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:35

2 identicon

Jæja Cowboy, viltu plata Begin með þér í laxá aftur? 8.-11. júní.

Svenni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 10:26

3 identicon

Sá einhverstaðar, Baldvin, að þú talaðir um Jock Scott flugu sem þú settir undir... mig vantar sárlega klassískar laxaflugur til að veiða á ... veistu hvar ég fæ svoleiðis gripi á Íslandi?

Andri Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband