4.2.2008 | 04:24
Super Bowl Sunday
Upplifði minn fyrsta "ofurskálarsunnudag" í góðra vina hópi. Sá New York Giants bera sigurorð af New
England Patriots. Leikurinn var frekar spennandi á mælikvarða heimamanna og endaði 17-14.
Herlegheitin tóku um 4 klukkutíma og þar af var aðeins ein klukkustund af ruðningi. Það þýðir að ég
horfði á auglýsingar í rúmar þrjár klukkustundir! Í þokkabót voru þeir duglegir að
benda fólki á að það gæti farið á MySpace og horft á allar auglýsingar aftur, án óþarfra truflana frá
fóboltanum. Meiri vitleysan. Annars var þetta áhugaverð upplifun og var Kaninn,
sem sat við hliðina á mér, fús að útskýra reglurnar. Fékk far fljótlega eftir leikinn og komst heill heim.
Hér þykir nefnilega ekki tiltökumál að keyra örlítið hífaður hér í Kaliforníu. Sagt er að þessi sunnudagur
sé einn af hættulegustu dögum ársins í umferðinni, ásamt jólunum.
Nú get ég hakað við ameríska fótboltann og farið að huga að hafnarboltanum. Það er annar álíka
spennandi leikur
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú bara tengill af mbl.is um Superbowl :D Rakst á þetta í skólanum (á að vera að skrifa söguritgerð...*snooze*)
Vonandi skemmtir þú þér vel, svona ekta Superbowl party er eitthvað sem mig langar að upplifa. Í ár voru þetta bara ég og Loftur yfir hjá honum, reyndar með þann lúxus núna að hafa upprunalegu lýsinguna, en ekki leiðinlegu Sýnarmenn..
Maria (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:31
gott blogg.
Raggio (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:54
Ég hef heyrt talað um að super bowl sé svona frumsýningar tími á nýjum auglýsingum í usa og fólk sé jafnvel spentara eftir nýjum auglýsingum en eftir sjálfum boltanum. Mig langar hins vegar að vita hvort að þessi 3 klukkutíma oftur auglýsinga pakki hafi haft einhver á hrif á þig. Vaknaðiru upp daginn eftir með þörf í varning sem var verið að auglýsa. Ég sé þig á hjólinu með minst 5 poka sitthvoru meginn á stýrinu og risa hrúgu á böglaberanum.
Hinrik Ingi Hinriksson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:35
Haha, nei Hinni, ég man ekki einu sinni eftir öðru en helv&%#$&%! bjórauglýsingum. Eða öllu heldur hlandauglýsingum því helsti styrktaraðili Super Bowl í ár var Bud Light. Hef ekki tölu á hversu margar slíkar auglýsingar ég sá en það er næsta víst að ekkert fær mig til þess að drekka annarra manna hland.
Ef fólk hefur mikinn áhuga þá getur það farið á http://www.myspace.com/superbowlads og séð herlegheitin. Reyndar var ein talsvert góð:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=27487127
Baldvin Einarsson, 7.2.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.