Noh! Þarna skorar Baldvin þrjú mörk í röð, ég hélt að það væru bara tvö mörk í krassbydnu

Fyrst verð ég auðvitað að þakka Óla, vini mínum fyrir kommentið við síðustu færslu. Óli, þú ert einstakur snillingur!

Nú héðan frá CA er allt gott að frétta, minn er kominn prýðilegt form og er að spila með "Team Math". Við spiluðum við nokkra Mexikana, í öllu falli spænskumælandi prýðispilta, á síðasta miðvikudag. Er skemmst frá því að segja að minns skoraði öll þrjú mörkin okkar. Að sjálfsögðu
er alveg óþarfi að minnast á að hitt liðið skoraði tólf stykki, að ég held, því við það gætu þessi aumu þrjú mörk virst ómarktæk. Jæja, þótt ég segi sjálfur frá þá skoraði ég þrjú glæsimörk, eitt eftir góða sendingu, annað beint úr aukaspyrnu MEÐ VINSTRI, og svo þriðja utan af velli upp í skeytin. Og það besta við seinni tvö mörkin var að fjórar stelpur úr strærðfræðinni voru að fylgjast með og ætluðu að missa sig í fagnaðarlátum. Og til að bæta á gleðina þá hafði ein þeirra tekið loforð af mér að skora mark, og fjandinn hafi það, ég stóð við mitt og gott betur. Þótt við höfum aðeins fengið núll stig úr þessum leik þá erum við klárlega á toppi deildarinnar ef lögð er saman ánægjan sem við og áhangendur okkar höfum af leikjunum. Og það er auðvitað það sem skiptir máli!

Minns er pínu krambúleraður í dag þar sem ég flaug á hausinn á hjólinu mínu á einu af mörgum HJÓLAHRINGTORGUM hér á campus. Hversu kúl er að vera
svoleiðis? Jamm, ég sem sagt fór heldur hratt í eina beygjuna og næfirþunna afturdekkið mitt rann í bleytunni og ég tók eina góða veltu. En, lesendur góðir, hafið ekki áhyggjur af mér, ónei, því
sár mín munu gróa, en hins vegar rispaðist beltið minn því ég féll auðvitað kylliflatur í orðsins fyllstu merkingu. Hjólið er ónothæft í bili en ég mun vonandi ná að laga það með þessu líka fína skrúfjárni sem ég fékk lánað.

Jibbí kóla, til hamingu með afmælið, Steini, kæri vinur !!! :D Ég er enn að bíða eftir DVD-diski með myndum frá Eyjum ;) Hafðu það sem allra best, og það á við auðvitað ykkur öll líka.

PS Beggi, þú vinnur ekki neitt ef þú veist hvaðan fyrirsögnin er fengin ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt að gerast hjá þér, fótboltaframi í uppsiglingu og þú gætir farið að taka að þér áhættuleik á hjóli hehe. Þú ert skemmtilegur penni Baldvin :)

Köben knús

Fríða (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 401

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband