23.10.2007 | 08:37
Santa Barbara logar...
Síðust daga hefur útlitið hér í Kaliforníu verið allsvakalega svart. Jah, í raun ekki svart, heldur sótbrúnt. Hér er nefnilega aska og ryk í lofti vegna skógarelda sem hafa logað síðan 4. júlí hér í fjöllunum. Á föstudag byrjaði að blása dálítið hressilega, þótt ekki þyki Íslendingi mikið til koma, og það sem gerist í þessari vindátt er að aska og sót þyrlast upp og blæs þessu heita og líka ógeðslega lofti yfir til Santa Barbara. Var ég staddur niðri í skóla og sá hvernig himininn yfir fjöllunum litaðist brúnn og færðist síðan hratt yfir Heilaga Barböru. Á laugardag hjólaði ég aðeins um kvöldið með sundgleraugun og var auðvitað gríðarlega töff. En í sannleika sagt held ég að ég hefði ekki höndlað alla öskuna því þetta helvíti svíður í augun. Mamma hringdi í dag og hafði heyrt um þess elda og þurfti ég sem sagt að telja henni trú um að Santa Barbara væri ekki í ljósum logum.
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 401
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baldvin þú ert bara farinn að hljóma eins og ofurhetja, ég sé þetta alveg fyrir mér í kollinum.
Sögustund:
Vissir atburðir eiga sér stað í santa barbara.
"Jörðin er fyllt ösku og dómsdagsfílan er kominn aftur !!!!"
"GAAA, hver getur bjargað okkur !!!!!"
Úr fjarska heyrist "JIBBÍ KÓLA!!!"
"NEI kver kemur þarna hjólandi, er þetta sundmaður!"
"nei held ekki hann er full klæddur sýnist mér......"
"JEBSÍ PEPSÍ !!"
"Nei heyrðu!! þetta er skandinavískur skunkabani !!!!!! eða ss (ef við styttum að santa barbískum sið)"
Skandinavíski skunkabaninn þeyttist framhjá á ofsahraða. Sundgleraugun gerðu honum kleift að hjóla hraðar en venjulegur Bandaríkjamaður plús það kom í veg fyrir að honum klæjaði í augun sem gat farið svoldið í taugarnar á honum rétt eins og kláði.
Er hann hjólaði í burtu heyrðist í honum kalla.
"JEBSí PEPSÍ JIPSÍ KÓLA SKÚNKINN Á MUN ÉG NÚ HJÓLA!!!!!!!!!"
verðum í bandi kall.
kv óli aðal kjánaprik.....
Óli (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.