Eyjar 2007

Haldið'i að minn hafi ekki skellt sér til Eyja! Okkur strákana (Hinna, Óla og Steina) hafði lengi langað 
og var orðið langt síðan við komum síðast.

Þó fórum við ekki á Þjóðhátíð, heldur helgina á undan. Höfðum við mismikinn áhuga á drykkjuhátíðinni
miklu. Hins vegar gerðumst við túrhestar því með í för var hún Alethea frá Bandaríkjunum. Gistum í
afskaplega huggulegu húsi í svefnpokum en höfðum aðstöðu til eldunar og til að grilla.

Fórum við að sjálfsögðu í siglingu um eyjuna og hafði okkur verið lofað vindi og rigningu en við fengum
þess í stað nánast engan vind og heiðan himinn! Vorum algjörlega í skýjunum ;)

Svo leigðum við vespur og brunuðum um eyjuna - þvílíkt stuð! Gengum á Heimaklett, nokkuð sem mig
hefur langað að gera í mörg ár en var sagt að væri stórvarasamt. Við komumst þó frekar auðveldlega
upp og höfðum magnað útsýni yfir eyjuna.

Ég hafði lofað Aletheu að hún myndi sjá lunda og var ég nokkuð viss um að ég væri ekki að lofa upp í
ermina á mér. Það kom líka á daginn að hún fékk sig fullsadda af lunda; í Herjólfi brá fyrstu lundunum
fyrir í sjónum og svo er ekki þverfótað fyrir lundum umhverfis Eyjar. Út um allt eru myndir af lunda
og kemst enginn hjá því að átta sig á því að lundi er aðalsfugl Vestmannaeyja. Svo rákumst við á
tvo plokkaða lunda í kaupfélaginu og steikti ég þá upp úr smjöri á laugardagskvöldið og verð ég að
fá að segja að þeir brögðuðust dásamlega hjá mér. Svo til að toppa kvöldið fórum við á skemmti-
staðinn Lundann og skrölluðum þar langt fram eftir nóttu.

Held barasta að allir hafi verið ánægðir með ferðina í það heila. Það var ég í öllu falli :D

Ps. áður en Alethea fór heim keypti ég handa henni stórt handklæði með fullt af lundum á ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta blog dæmist dautt og ómerkt ef ekki kemur ný færsla fljótlega.

Internetið (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband