Ótrúlega góður í happdrættum.

Ekki nóg með að ég sé bingómeistari, heldur er ég ótrúlega fær í happdrættum Wink

Fór á opið hús hjá Stangveiðifélaginu á föstudaginn síðasta. Keypti að sjálfsögðu nokkra miða í
happahylnum. Maður verður að vita í hvaða happdrættum taka skal þátt í og því skrifa ég "að
sjálfsögðu" hér að ofan því hvar annars staðar eru vinningslíkur 1-3% og gríðarlega góðir vinningar
í boði? Enda labbaði minns út með eitt stykki veiðistöng! Prýðilega stöng held ég, 10 feta Nielsen
Powerflex fyrir línu 9. Hún kemst nú ekki með tærnar þar sem Loop Green Line stöngin mín hefur
hælana, en ágætt að eiga stóra stöng til vara. Gæti notað hana til þess að "gára", til dæmis.

Smellti mér svo á árshátið kennara við MR á laugardagskvöldið. Ljómandi góð skemmtun með gömlu
dönsunum og "allers". Dansaði nokkra valsa við dömurnar - mikil stemning.
    Reyndar var kvöldið ekki eins rennandi blautt eins og væntingar stóðu til. Nei, þegar minn mætir
með eina rauða, viskí og bjór þá kemur í ljós að húsið sjálft selur búsið og því ekki við hæfi að kippa
sinni eigin flösku upp á borð. Og þar sem flöskur hússins kostuðu 4000,- krónur þá hélt ég mig
barasta við vatnið sem klikkar aldrei. Að auki lék ég slatta á píanóið og svo tókum við Unnur 4 lítil og
sæt sönglög saman rétt áður en maturinn hófst og komst ég því ekki í fordrykkin nema í blálokin.
En auðvitað hafði þetta engin áhrif á skemmtanagildið. Enda var fólkið skemmtilegt, maturinn góður
og tónlistin prýðileg. Þá þarf maður ekki neitt aukreitis. Hefði kannski verið verra ef maturinn hefði
verið það vondur að ég hefði þurft eitthvað sterkara en vatn til að skola honum niður, hahaha...

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll kallinn, gaman að kíkja á þetta hjá þér. Það er nú reyndar ekki svo langt síðan við hittumst síðast á miðað við marga aðra úr skólanum.  Geri ráð fyrir því að Óli Túss kíki stundum hingað og ég verð að segja að ég hló mig máttlausan við að lesa endurminngarnar á tússtöflunni. Gat bara ekki kommentað nema fara flókaleiðir þannig að ég set það bara hér. kv Hilli

Hilli (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 401

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband