Ekki alltaf hægt að finna sniðuga fyrirsögn á bloggfærslu ;)

Jæja, gott fólk. Þá er komið að því að gerast reglulegur penni á ný. Þakka þeim er hafa sýnt þolinmæði. Kominn tími á að önnur færsla en um andlát ömmu sé efst á síðunni, svona er nú lífið og allir hafa tekið því.

Er að velta því fyrir mér hvort þessi færsla eigi að vera svakalöng með því að tilgreina allt sem á daga mína hefur drifið frá síðustu færslu en sennilega er það ekki góð hugmynd því ekki hef ég setið auðum höndum. Stenst þó ekki mátið og stikla á stóru.

Fór út til Köben þann 15. febrúar og náði í Mumma frænda fyrir jarðarförina en þrátt fyrir allt urðum við að njóta lífsins. Hafði það því mjög gott í Köben og fór m.a. í mat til Fríðu og Binna og hitti þar með loksins litlu sætu frænkuna mína hana Viktoríu Örnu. Þakka kærlega fyrir góðan mat og skemmtilegt kvöld Grin

Hér heima hefur lífið svo gengið sinn vanagang í kennslu og námi, helstu fréttir eru kannski þær að ég er að velta fyrir mér mastersnámi í fjármálahagfræði næsta sumar. Hljómar spennandi og fyrir utan að koma sér vel í atvinnuleit þá sakar ekki að verða ófatlaður í fjármálum í þessu lífshlaupi. Ég hef til dæmis aldrei haft neina hugmynd um hvernig hlutabréf þróast eða hvernig verðtrygging virkar eða hvað veldur verðbólgu. Gæti verið gott að vita.

Nú annað að frétta er að ég gróf gamla gítarinn hans pabba upp fyrir tveimur vikum og ákvað að byrja að glamra á hann. Hins vegar þurfti heilmikið að gera fyrir gripinn, ég skipti um strengi og bar olíu á gripbrettin og þreif hátt og lágt. Svo fór ég með hann í Tónastöðina og þar var maður sem bara tók gítarinn af mér! Það þarf sem sagt að rétta hálsinn af vegna þess að sennilega hefur legið þungt farg á honum í geymslunni. Hann hefur örugglega mátt 
þola ýmsilegt á 40 árum inni í kompu. Ég ætla nú barasta að verða fær um að halda uppi fjöldasöngi í fjölmenni og í útilegum, enda er óneitanlega þægilegra að burðast með gítar en píanó. Við Hinni vinur minn ætlum nefnilega að taka útilegurnar með trompi í sumar!

Loks stendur hjólið alltaf fyrir sínu. Tók reyndar nagladekkin undan í síðustu viku og setti alveg helsjúkt mikinn þrýsting í dekkin, 60 pund [psi] í hvort. Hélt reyndar á hjólinu frá Víðigrundinni að Essó- stöðinni til þess að pumpa í dekkin vegna þess að andskotans pumpan mín er biluð eftir að hafa 
einungis verið notuð um 
5 sinnum. Ætla þokkalega að kvarta. Yfir einu get ég víst ekki kvartað en það er nú þannig að ekki 
er hægt að gera ráð fyrir neinu þegar íslenska veðrið er 
annars vegar. Daginn eftir að ég setti SUMARdekkin undir byrjaði að snjóa á ný. En það er allt í lagi 
vegna þess að í dag er búin að vera brjáluð rigning og 
klakinn að hverfa. Dæmigert íslenskt veðurfar.

Sæl að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef heyrt að einhverjir eigi í vandræðum með að setja inn athugasemdir. Ætla því að prófa sjálfur.

Baldvin

Baldvin (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 12:26

2 identicon

Gott að sjá hér nýja færslu! Líst vel á þetta fyrir utan eitt: verður þá ekkert sumarfrí eftir alla vinnu vetrarins? Maður þarf alveg á svoleiðis að halda held ég...

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Baldvin Einarsson

Hafðu ekki áhyggjur af mér, Bjarnheiður. Ég mun sjá mér fyrir nægri hvíld í sumar með því að fara að veiða út um land allt

Baldvin Einarsson, 3.4.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband