Ekki nógu kalt!

Jebbs, ég segi það og skrifa; mér finnst að mætti að vera kaldara og meiri snjór. Þá gæti ég farið oftar
á skíði og á skauta. Get reyndar látið mér lynda -2 eða -3 °C í augnablikinu því Tjörnin er frosin og
ætla ég á skauta á morgun um þrjúleytið. Um að gera að skella sér og nýta "góða veðrið". Svo ætlum
við Steini á Hafravatn eða Kleifarvatn um helgina og renna okkur á skautum. En ég vona að nægilega
kalt hafi verið í veðri til þess að svona stór vötn hafi náð að frjósa almennilega, því eins og amma
varaði mig við, þá er ekki gott að detta í gegnum vök.

Ciao...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki dettur mér í hug að fara að kvarta yfir því að það sé ekki nógu kalt. Það er búið að vera fyrir neðan -10 á morgnana síðustu daga hérna í Stokkhólmi. Ekki oft sem manni er hugsað til góða veðursins á Íslandi. 

Hinrik Ingi (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Baldvin Einarsson

Velkominn, Hinni, á bloggið mitt :D En ég segi enn og aftur að það mætti snjóa miklu meira því ég fór upp í Bláfjöll á laugardaginn og þau eru ansi ber vegna snjóleysis. Hvernig væri að fá almennilegan snjó þannig að fólk á jarðhæð þurfi að grafa sig út úr húsum eða fara út á 2. eða 3. hæð. Það væri sko stuð!

Baldvin Einarsson, 11.2.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband