Garga "Áfram Ísland", prjónandi lopapeysu

Peysa_ad_oxlGaman að fá bronsið í dag. Héldum haus á móti Pólverjunum. Við erum með annað besta liðið í heiminum í dag, svo einfalt held ég að það sé. Það var hending ein sem réði því að við spiluðum við Frakkana í undanúrslitunum en ekki í la grande finale. Við erum með alla vega jafngott, ef ekki betra lið en Króatía og öll hin liðin.

 

Jæja, annars er minns kominn á gott skrið með að prjóna eitt stykki lopapeysu. Allt að koma, meira að segja búinn að tengja ermar við bol og er að byrja á munstri á öxlum. Hef náttúrlega prjónað helling af húfum, hosum og vetlingum og fannst tími til kominn að skella mér á peysu. Valdi gott munstur í Lopablaði númer 29 og dreif í þessu. Keypti prjóna og garn og hófst handa. Svo held ég að galdurinn sé að nota tímann eins vel og mögulegt er. Horfi orðið ekki lengur á sjónvarpið án þess að vera með prjóna í hönd. Finnst annað orðið tímasóun, nema myndin sé þeim mun hrikalega betri.

 

Júmsepípoj. Hvernig væri að fara að blogga reglulega? Nei, held mig við svona handahófskenndar færslur. Þetta er sennilega ekki til að fjölga lesendum, en hefði ég áhuga á því þá myndi ég byrja að svara "fréttum" á mbl.is í gríð og erg. Hef ákveðið að láta vitleysuna þar á bæ ekki taka meiri tíma af mínu lífi. Les þó flippið en smelli ekki á hlekki ef fyrirsögnin er furðuleg eða er ekki lýsandi. Að auki er ég hættur að skoða fréttir um samband Brad Pitt og Angelinu Jolie. Þar tókst mér að spara góðan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband