Færsluflokkur: Spil og leikir
16.11.2006 | 22:20
"Nei, fyrirgefðu: talan er B15 en ekki B5. Hahaha, ég hélt nefnilega fyrir ásinn."
Var að koma heim af bingói Framtíðarinnar í MR. Það var haldið í Íþöku en hún hefur að sjálfsögðu ekkert breyst þótt 5 ár séu liðin síðan ég steig þangað síðast inn. Ég var alls ekki í æfingu, enda komin 6 ár síðan ég spilaði bingó síðast, og kom því heim tómhentur. Varð ekki einu sinni var, eins og maður segir.
En þannig er nú það að fyrir 6 árum þegar ég spilaði síðast bingó var það einmitt á vegum Framtíðarinnar og fór það fram í Cösu. Titill þessarar færslu er einmitt tilvitnun í úrslitabingóið það kvöld þegar langur bingóbráðabani hafði farið fram milli mín og annarrar stelpu. Segist ég alltaf hafa unnið utanlandsferð í 15 sekúndur því með tölunni B5 hefði það gerst. En helv**** fíflið ...
Nei, ég er ekkert spældur í dag. Ég er nú eiginlega búinn að gleyma þessu. Ef minnst er á bingó þá á ég það til að segja ekki þessa bingósögu. Talan B15 kom jú upp og og stelpan því réttmætur sigurvegari hvort sem mér líkar það betur eða verr.
AUÐVITAÐ LÍKAR MÉR ÞAÐ VERR!!! ÉG Á LÍKA ENN EFTIR AÐ FÁ SÖNGBÓK FRAMTÍÐARINNAR SEM KYNNIRINN LOFAÐI MÉR Í SÁRABÆTUR
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar