Færsluflokkur: Kvikmyndir
5.2.2007 | 22:30
...was blind, but now I see...
Jibbí, fór í bíó í gær með Tomma og sá "Little Children". Ágætismynd sem fólk ætti að smella sér á. Man
ekki hvort ég var búinn að mæla með "Little Miss Sunshine" en ef svo er hika ég ekki við að gera það
aftur! Er að íhuga að fara líka á "Babel", mynd sem margir hafa lofað.
En kveikjan að þessu bloggi var ekki bíómyndir heldur sú staðreynd að við Tommi sátum á þriðja
aftasta bekk og líkaði mér prýðilega. Það skal þó taka fram að setið var í sal 3 í Regnboganum sem er
frekar lítill en engu að síður hefði ég fyrir um tveimur vikum ekki valið slíkt sæti. HAHA, ég er nefnilega
kominn með þessi fínu gleraugu sem ég keypti á heila 2.390 krónur í Lyfju. Ákvað að bíða með að fá
mér dýr gleraugu þar sem ég er ekki með sjónskekkju og einungis -1.0, þ.e. ég er nærsýnn, sem er
minna mál en að vera fjarsýnn.
Góðar stundir.
ekki hvort ég var búinn að mæla með "Little Miss Sunshine" en ef svo er hika ég ekki við að gera það
aftur! Er að íhuga að fara líka á "Babel", mynd sem margir hafa lofað.
En kveikjan að þessu bloggi var ekki bíómyndir heldur sú staðreynd að við Tommi sátum á þriðja
aftasta bekk og líkaði mér prýðilega. Það skal þó taka fram að setið var í sal 3 í Regnboganum sem er
frekar lítill en engu að síður hefði ég fyrir um tveimur vikum ekki valið slíkt sæti. HAHA, ég er nefnilega
kominn með þessi fínu gleraugu sem ég keypti á heila 2.390 krónur í Lyfju. Ákvað að bíða með að fá
mér dýr gleraugu þar sem ég er ekki með sjónskekkju og einungis -1.0, þ.e. ég er nærsýnn, sem er
minna mál en að vera fjarsýnn.
Góðar stundir.
15.11.2006 | 12:50
Villta vestrið
Fór í gær á Stúdentakjallarann og horfði á tvo vestra. Sá fyrri var í leikstjórn Nicholas Ray og heitir "Johnny Guitar" (frá '54) og lék Sterling Hayden téðan Nonna (stórgóður sem Brig. Gen. Jack D. Ripper í Dr. Strangelove...). En aðalhlutverkið er samt sem áður í höndum Joan Crawford sem leikur hörkukvendið Vienna.
Í raun hverfist sagan um tvær kvenpersónurnar í myndinni og fljóta karlarnir einungis með.
Myndin þótti mjög óhefðbundin sökum þessa en auk þess er myndin ádeila á McCarthy-ismann í
Bandaríkjunum; villtur lýðurinn, undir stjórn hinnar hatursfullu Mercedes McCambridge, leitar blóð-
hefndar fyrir morð á bróður hennar og beitir alls kyns brögðum í nafni "réttlætis".
Stórgóð mynd!
Seinni myndin var svo spagettívestrinn "Django" eftir bræðurna Sergio og Bruno Corbucci. Hvílík snilld! Gaurinn Django (Franco Nero) dregur alla myndina líkkistu á eftir sér. Svo sallar hann hvern óþokkann á fætur öðrum án þess að depla augum. Það gerir hann með sexhleypunni sinni eða með HRÍÐSKOTABYSSUNNI !!! Hversu svalur er hægt að vera? Ekki halda þó að hann hafi verið góðmennskan uppmáluð því hann svífst einskis fyrir gull.
Að auki var hún sýnd á ítölsku en það er tungumálið sem hún var tekin upp á. Hún deilir hart á hvers kyns fordóma og kynþáttahatur; sér í lagi hið síðarnefnda.
Brillíant mynd!
Mæli með að þið kíkið á heimasíðu Kínófíls hér til hliðar. Góðar stundir.
Í raun hverfist sagan um tvær kvenpersónurnar í myndinni og fljóta karlarnir einungis með.
Myndin þótti mjög óhefðbundin sökum þessa en auk þess er myndin ádeila á McCarthy-ismann í
Bandaríkjunum; villtur lýðurinn, undir stjórn hinnar hatursfullu Mercedes McCambridge, leitar blóð-
hefndar fyrir morð á bróður hennar og beitir alls kyns brögðum í nafni "réttlætis".
Stórgóð mynd!
Seinni myndin var svo spagettívestrinn "Django" eftir bræðurna Sergio og Bruno Corbucci. Hvílík snilld! Gaurinn Django (Franco Nero) dregur alla myndina líkkistu á eftir sér. Svo sallar hann hvern óþokkann á fætur öðrum án þess að depla augum. Það gerir hann með sexhleypunni sinni eða með HRÍÐSKOTABYSSUNNI !!! Hversu svalur er hægt að vera? Ekki halda þó að hann hafi verið góðmennskan uppmáluð því hann svífst einskis fyrir gull.
Að auki var hún sýnd á ítölsku en það er tungumálið sem hún var tekin upp á. Hún deilir hart á hvers kyns fordóma og kynþáttahatur; sér í lagi hið síðarnefnda.
Brillíant mynd!
Mæli með að þið kíkið á heimasíðu Kínófíls hér til hliðar. Góðar stundir.
Um bloggið
"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"
Tenglar
(Ó?) Áhugaverðir tenglar
- xkcd - snilld!
- http://
- Vötn og veiði Vefur Guðmundar Guðjónssonar
- Stangó
- Laphroaig Gríðarlega gott viskí
- Mathworld
- Myndir Kínófíls
- MR
- KR getraunir Við erum KR-ingar - við tippum
- KR Allir sem einn
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar