Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Velkominn aftur :)

Ég býð Gumma Ben hjartanlega velkominn aftur í KR. Get alveg fyrirgefið honum að hafa spilað með Val. Hann hefur mjög góðan og sterkan persónuleika og er mikill akkur fyrir félagið.

Svo finnst mér hann bera af öðrum í lýsingum á knattspyrnuleikjum. Ég þoli nefnilega ekki þegar Arnar Björnsson byrjar að bulla um hvort brot hafi átt sér stað því taka þurfi tillit til þess hvort leikurinn sé mikilvægur eður ei. Brot er brot og sé það innan teigs þá er einfaldlega víti. Þurfi að reka leikmann af velli fyrir augljóst brot þá er það ekki dómarinn sem "skemmir" leikinn heldur leikmaðurinn sjálfur. Svo í þokkabót er enginn leikur eyðilagður eins og Arnari finnst gaman að góla. Reglurnar eru hluti af leiknum og ég bara skil ekki hvert vandamálið er þegar einn til tveir leikmenn fá rautt spjald og ef til vill dæma þarf víti. Þannig fer þá sá leikur og þar við situr. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta leikur með ákveðnum reglum og hið skemmtilega í þessu er að allt getur gerst, og þá sem hluti af leiknum.

Jæja, ég missi mig alltaf þegar ég hugsa til hvað fólk getur bullað mikið. En þess vegna hef ég einmitt verið svo ánægður með Gumma Ben því hann er svo dásamlega laus við alla vitleysu og stæla. Hann bara spilar sinn fótbolta og veit út á hvað þetta gengur.

Enn á ný vertu velkominn!


mbl.is Guðmundur Benediktsson til KR að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

"Ef ég sé með hattinn, kemst ég sko örugglega í stuð"

Höfundur

Baldvin Einarsson
Baldvin Einarsson
Tón-, fræða- og matgæðingur
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband